Um er að ræða tvo flokka, að styrkleika ca. 0-1600 annars vegar og 1600 og hærri hins vegar, en báðir flokkarnir eru þó opnir öllum og hægt er að prófa báða flokkana. Æfingarnar eru fyrir 16 ára og eldri, en barna og unglingaæfingarnar eru fyrir 15 ára og yngri. Áður hafa fullurðinsæfingar verið fyrir 20 eða 25 ára og eldri en með þessum æfingum er þetta bil brúað.
Flokkur 1
Farið yfir helstu grunnatriðin, yfirferð yfir skákbyrjanir, helstu endatöfl og þemu. Farið yfir helstu leiðir til að bæta sig með því að nota síður eins og chess.com, lichess og chessable. Að lokinni kennslu haldið stutt æfingarhraðskákmót sé áhugi á því. Aðalkennari á þessum æfingum verður Fide-meistarinn og landsliðsþjálfarinn Ingvar Þór Jóhannesson.
Flokkur 2:
Fyrirlestrar, töluvert flóknari viðfangsefni en í flokki eitt. Heilar stórmeistaraskákir, ákveðin byrjun skoðuð mjög vel, fræðileg endatöfl og að taka þátt í móti eru dæmi um atriði sem verður farið yfir. Að lokinni kennslu haldið stutt æfingarhraðskákmót sé áhugi á því. Ýmsir sterkir skákmenn úr röðum TR og annarra félaga munu koma að þessum fyrirlestrum.
Hvor flokkur er með kennslu hálfsmánaðarlega frá september til desember. Átta æfingar í hverjum flokki. Einnig hálfsmánaðarlega verður opin æfingarkappskák sem auglýst hefur verið áður, og fólk endilega hvatt til að taka þátt í þeim. Alltaf ókeypis í æfingarkappskákina.
Þáttökugjöld:
15.000 krónur á önnina. 25.000 fyrir skráningu í bæði flokka 1 og 2.
Einnig verður í boði að sækja einn og einn fyrirlestur á 2500 krónur.
Dagskrá
September
Fimmtudagur 2. sept klukkan 19:30 æfingarkappskák
Mánudagur 6. sept klukkan 19:30 Flokkur 1 tími 1
Fimmtudagur 9. sept klukkan 19:30 Flokkur 2 tími 1
Fimmtudagur 16. sept klukkan 19:30 æfingarkappskák
Mánudagur 20. sept klukkan 19:30 Flokkur 1 tími 2
Fimmtudagur 23. sept klukkan 19:30 Flokkur 2 tími 2
Fimmtudagur 30. sept klukkan 19:30 æfingarkappskák
Október
Mánudagur 4. okt klukkan 19:30 Flokkur 1 tími 3
Fimmtudagur 7. okt klukkan 19:30 Flokkur 2 tími 3
Fimmtudagur 14. okt klukkan 19:30 æfingarkappskák
Mánudagur 18. okt klukkan 19:30 Flokkur 1 tími 4
Fimmtudagur 21. okt klukkan 19:30 Flokkur 2 tími 4
Fimmtudagur 28. okt klukkan 19:30 æfingarkappskák
Nóvember
Mánudagur 1. nóv klukkan 19:30 Flokkur 1 tími 5
Fimmtudagur 4. nóv klukkan 19:30 Flokkur 2 tími 5
Fimmtudagur 11. nóv klukkan 19:30 æfingarkappskák
Mánudagur 15. nóv klukkan 19:30 Flokkur 1 tími 6
Fimmtudagur 18. nóv klukkan 19:30 Flokkur 2 tími 6
Fimmtudagur 25. nóv klukkan 19:30 æfingarkappskák
Mánudagur 29. nóv klukkan 19:30 Flokkur 1 tími 7
Desember
Fimmtudagur 2. des klukkan 19:30 Flokkur 2 tími 7
Fimmtudagur 9. des klukkan 19:30 æfingarkappskák
Mánudagur 13. des klukkan 19:30 Flokkur 1 tími 8
Fimmtudagur 16. des klukkan 19:30 Flokkur 2 tími 8