Quantcast
Channel: Taflfélag Reykjavíkur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1202

Góð stemning á Uppskerumóti TR

$
0
0

Uppskerumót Taflfélags Reykjavíkur fór fram síðastliðinn laugardag, en 32 krakkar á öllum aldri, sem stundað hafa æfingar í vetur mættu og öttu kappi á hvítu og svörtu reitunum.

Þar af voru 9 stelpur af hinum glæsilegu stúlknaæfingum TR, sem áttu sannarlega eftir að setja mark sitt á mótið.

Jón Þór Lemery vann öruggan sigur, fékk fullt hús og hlaut 6 vinninga. Róbert Luu og Alexander Már Bjarnþórsson urðu næstir með 5 vinninga og fékk Róbert silfrið eftir stigaútreikning.

Flokkasigurvegarar voru:

Stúlkur:
1. Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir
2. Batel Goitom Haile
3. Esther Lind Þorkelsdóttir

10-12 ára:
1. Róbert Luu
2. Alexander Már Bjarnþórsson
3. Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir

9 ára og yngri:
1. Ingvar Wu Skarphéðinsson
2. Batel Goitom Haile
3. Adam Omarsson

Nánari úrslit má finna á chess-results.

Að auki voru veitt verðlaun fyrir stigakeppnina sem var haldin í janúar og febrúar.

Í a-flokki varð Jón Þór Lemery efstur, Kristján Dagur Jónsson annar og Þorsteinn Magnússon þriðji.
Í b-flokki varð röðin:
1. Gylfi Már Harðarson
2. Bjartur Þórisson
3. Þorsteinn Már Sigmundsson
Myndir væntanlegar.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 1202