Bragi Þorfinnsson var rétt í þessu að tryggja sér lokaáfanga að stórmeistaratitli. Hann vann ensku skákkonuna Jovönku Houska í lokaumferð skákmóts í Kragerø í Danmörku. Bragi fékk 7 vinninga í 9 skákum. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir í hvaða sæti hann endaði.
Bragi er því 14.stórmeistari okkar Íslendinga. Til hamingju Bragi Þorfinnsson!