Quantcast
Channel: Taflfélag Reykjavíkur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1202

TR-ingar sýndu yfirburði á Landsmótinu í skólaskák

$
0
0

Þegar Cæsar sigraði son Míþrádesar sendi hann frekar stuttorða lýsingu til Rómar – veni, vidi, vici eða kom sá og sigraði. Það má segja að TR-ingar hafi gert það sama á landsmótinu í skólaskák sem fór fram í Kópavogi um helgina.

Í eldri flokki voru fjórir TR-ingar í efstu fjórum sætunum með 5.5 vinninga og verður háð sérstök úrslitakeppni milli þeirra. Þetta voru þeir Hilmir Freyr Heimisson, Aron þór Mai, Björn Hólm Birkisson og Bárður Örn Birkisson. Hilmir býr á Patreksfirði, Aron tefldi fyrir Reykjavík og Björn og Bárður fyrir Kópavog. Sá fimmti var reyndar líka út TR, hann Jón Þór Lemery sem stóð sig vel á áhugamannamótiu fyrir stuttu. Þessir fjórir efstu reittu vinninga hvor af öðrum en unnu annars sínar skákir. Björn komst taplaus í gegnum mótið með þremur jafnteflum. Þessi áragur kemur ekki á óvart því þetta eru stigahæstu Íslendingarnir í þeirra aldurflokki. Vignir Vatnar sigraði yngri flokkinn eins og búast mátti við. Hann vann allar sínar skákir. Í öðru sæti var Róbert Luu sem er að bæta sig mjög mikið. Alexander Oliver var skammt undan í fjórða sæti. Þetta var síðasta landsmót Björns og Bárðar en allir hinir TR-ingarnir eiga einhver mót eftir.

Úrslitamótið sem er framundan verður mjög spennandi. Það er líka nokkuð ljóst að þetta lið mun stokka vel upp í Íslandsmóti skákfélaga í haust.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1202